Listasafn Sigurjóns þriðjudagskvöld 18. júlí 2023 kl. 20:30 Miðasala við innganginn Aðgangseyrir kr. 2500 Tekið er við greiðslukortum Hvar er safnið? |
Rebekka, Íris Björk og Ólína |
Smellið á smámyndina til að
fá prenthæfa ljósmynd. Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna. Nánari upplýsingar um tónleikana veitir Íris Björk í síma 845 1651 Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir: Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805. |
Íris Björk Gunnarsdóttir hóf söngnám 21 árs gömul við Söngskóla Sigurðar Demetz hjá Valgerði Guðnadóttur og síðan Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Að loknu framhaldsprófi 2017 hóf hún nám við Listaháskóla Íslands undir leiðsögn Þóru Einarsdóttur, Hönnu Dóru Sturludóttur, Kristins Sigmundssonar, Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur og Stuart Skelton. Veturinn 2019 − 20 stundaði hún nám við Óperuskólann í Stokkhólmi, en útskrifaðist frá Listaháskólanum í Reykjavík með bakkalárgráðu í klassískum söng í júní 2021. Hlaut hún þá styrk úr styrktarsjóði Halldórs Hansen fyrir framúrskarandi námsárangur. Þá um haustið hóf Íris Björk meistaranám í óperusöng við Óperuakademíu Listaháskóla Óslóar.
Íris Björk hreppti fyrsta sæti í Vox Domini söngkeppninni í Reykjavík 2018 og hlaut titilinn Rödd ársins 2018. Í lok árs 2020 bar hún sigur úr býtum í árlegri keppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands meðal ungra einleikara og kom fram með hljómsveitinni í Eldborg í maí 2021. Íris Björk er fastráðin við Norska Óperuhúsið næsta leikár og mun syngja í fjórum uppfærslum á aðalsviði þess.
Rebekka Ingibjartsdóttir hóf fiðlunám fimm ára gömul hjá Lilju Hjaltadóttur í tónlistarskólanum Allegro. Árið 2009 flutti hún til Bergen í Noregi og hélt áfram að læra á fiðlu, þá hjá Brittu Skärby-Vindenes og Per Gisle Haagenrud. Hún lauk stúdentsprófi í fiðluleik vorið 2015 og fluttist til Óslóar að læra tónvísindi við Óslóarháskóla. Rebekka lauk bakkalárgráðu í tónvísindum með viðkomu í Köln og hóf nám í kórstjórnun við Tónlistarháskóla Noregs haustið 2017. Hún útskrifaðist með fjögurra ára bakkalárgráðu í kórstjórn og söng frá skólanum vorið 2021 og stjórnar nú nokkrum kórum á Óslóarsvæðinu.
Rebekka kemur fram sem söngvari, fiðluleikari og stjórnandi við ýmis tilefni. Í desember 2018 kom hún fram á jólatónleikum með Sissel Kyrkebø í Hörpu og í mars 2022 stjórnaði hún Berlínar-Sinfóníettunni á tónleikum. Síðastliðin tvö ár hefur hún boðið upp á sumarnámskeið í kórsöng í Breiðholtskirkju sem hafa vakið mikla lukku. Hún er einnig hluti af þjóðlagadúóinu Norðfólk sem hefur hlotið styrki til ýmissa verkefna víðsvegar um Noreg og á Íslandi.
Ólína Ákadóttir hóf píanónám fjögurra ára gömul í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar þar sem hún lærði hjá Þórunni Huldu Guðmundsdóttur og síðar hjá Svönu Víkingsdóttur við Menntaskóla í Tónlist. Frá árinu 2021 hefur hún stundað bakkalárnám í Tónlistarháskóla Noregs hjá Christopher Park.
Ólína hefur verið virk í alls kyns sjálfstæðum verkefnum á sviði tónlistar. Sumurin 2020 og 2021 tók hún þátt í Listhópum Hins hússins og hélt þá fjölmarga tónleika. Árið 2022 hélt hún, ásamt tríóinu Stundarómi, í tónleikaferðalag um Ísland og Noreg sem var meðal annars styrkt af Tónlistarsjóði og Sumarborg Reykjavíkur. Sumarið 2023 munu þau koma fram á tónlistarhátíðinni Seiglu í Hörpu í Reykjavík. Ólína hefur einnig oft komið fram með Tríó Frigg á tónleikum og öðrum uppákomum víðs vegar í Noregi.
Sigurjón Ólafsson Museum Tuesday evening, July 18th, 2023 at 8:30 pm Admission ISK 2500 at the entrance Major credit cards accepted Where is the Museum? |
Rebekka, Íris Björk and Ólína |
A PDF version of the program. Further information on this concert gives: Rebekka>Íris Björk tel. (354) 845 1651 Further information on the concert series gives: Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805 |
Íris Björk Gunnarsdóttir soprano began her singing studies at the age of 21 at the Sigurður Demetz School of Singing, with Valgerður Guðnadóttir and Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) as her teachers. After graduating in 2017 she started her bachelor studies at Iceland University of the Arts with teachers Þóra Einarsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir, Kristinn Sigmundsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir and Stuart Skelton, from which she graduated in 2021 after also studying one winter at the Stockholm University College of Opera. The last two years she has been studying with the Oslo Opera Academy.
Íris Björk was one of the winners of the Iceland Symphony Orchestra‘s annual competition Young Soloists and consequently performed in a concert with the orchestra in the Eldborg Music hall in May 2021. Recently Íris Björk has signed a contract with the Norwegian Opera in Oslo to perform there full time, and sing the roles in four of their productions on the main stage during their next season.
Rebekka Ingibjartsdóttir started playing the violin five years old with Lilja Hjaltadóttir at the Allegro Suzuki School in Reykjavík. In 2009 she moved to Bergen, Norway, and continued her violin studies with Britta Skärby-Vindenes and Per Gisle Haagenrud. After graduating from the music department of the Langhaugen high-school in Bergen in 2015 she moved to the capital to study at the University of Oslo. There she completed her Bachelor degree in musicology, with an Erasmus+ exchange program in Cologne, and enrolled at the Norwegian Academy of Music in 2017. She graduated from there with a four-year Bachelor degree in choral conducting and vocal performance in the spring of 2021. Currently she conducts several choirs in the Oslo area.
Rebekka frequently performs as a singer, violinist and conductor on various occasions. In December 2018 she performed at a Christmas concert with Sissel Kyrkebø in Harpa Concert Hall, Reykjavík and in March 2022 she conducted the Berlin Sinfonietta. In the last two years, she has given summer courses in choral singing in Breiðholt Church, which have been very popular. She is a member of the folk duo Norðfólk, which has received grants for various projects across Norway and Iceland.
Ólína Ákadóttir began her piano studies at the age of four, with Þórunn Hulda Guðmundsdóttir at Sigursvein D. Kristinsson Music School in Reykjavík. In 2017, she began her piano performance studies at the Reykjavík College of Music with Svana Víkingsdóttir. Currently she is at her second year of Bachelor studies in piano performance at the Norwegian Academy of Music in Oslo with Christopher Park.
Ólína is active in miscellaneous music projects. During the summers of 2020 and 2021 she took part in the young artists residency at the Hitt Húsið in Reykjavík giving numerous recitals. Together with the trio Stundarómur she toured Iceland and Norway last year, a project sponsored by the Icelandic Music Fund and Reykjavík Sumarborg Fund. This summer the trio will perform at the music festival Seigla in Harpa Concert Hall in Reykjavík. Ólína has also been active performing with Tríó Frigg at concerts and events across Norway as well as participating at various music festivals and competitions.