Fréttatilkynning um tónleika − English below

Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar

Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 4. júlí 2023 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Dísella og Bjarni Frímann
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Dísella Lárusdóttir
Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar í þrítugasta og þriðja sinn
Sumar­tónleikar Lista­safns Sigur­jóns Ólafs­sonar hefj­ast í safn­inu á Laugar­nesi þriðju­dags­kvöld­ið 4. júlí. Verða þeir síðan viku­lega fram til 8. ágúst. Þetta sum­ar telst hið þrí­tug­asta og þriðja sem sumar­tón­leik­ar hafa ver­ið haldn­ir og verða kven­söngv­ar­ar mest áber­andi með mjög fjöl­breytt­ar efnis­skrár eins og sjá má á heima­síðu safnsins www.LSO.is.
    Á þess­um fyrstu tón­leik­um syngur Dís­ella Lárus­dóttir við með­leik Bjarna Frí­manns Bjarna­sonar píanó­leik­ara ljóða­flokk­ana Ari­­ett­es Oublié­­es eftir Claude Deb­­ussy, Vier letzte Lied­­er eftir Ric­h­ard Strauss og tvö lög úr ljóða­­­flokkn­­um Chans­on Grises eftir Reyn­aldo Hahn.
Dísella Lárusdóttir sópransöngkona hefur unnið hvern list­ræn­an sig­ur­inn á fæt­ur öðr­um að undan­förnu við Metropolitan-óper­una í New York. Hefur söng­ur henn­ar hlotið mik­ið lof gagn­rýn­enda, til að mynda hrósaði stór­blað­ið New York Times henni fyrir fá­dæma ná­kvæmni og magn­aða túlk­un í hlut­verk­inu sem Tye drottn­ing í upp­setn­ingu Phelims McDermott á óperunni Akhnaten eftir Philip Glass. Síðast­liðið vor hlaut Dísella hin virtu Grammy-verðlaun ásamt félögum sín­um fyrir bestu óperu­hljóð­ritun liðins árs.
    Dísella þreytti frum­raun sína hjá Metro­pol­itan í mars 2013 og síðan þá hef­ur hún sung­ið í lið­lega tug upp­setn­inga og hafa þrjár þeirra, Franc­esca da Rim­ini eftir Ric­cardo Zand­onai, Rusalka eftir Antonin Dvorák og Marnie eftir Nico Muhly verið sýndar í beinni út­send­ingu í kvik­mynda­húsum út um allan heim. Vet­ur­inn 2019−20, áður en heims­far­ald­ur setti starf óperu­húsa úr skorð­um, söng hún fjöl­breytt hlut­verk við Metro­politan − þar með talið Giannettu í Ástardrykknum eftir Donizetti, Papagenu í Töfraflautu Mozarts og Woglinde í Götter­dämmer­ung eftir Wagner, auk áður­nefndr­ar upp­setn­ing­ar á verki Philips Glass.
    Á undan­förn­um ár­um hefur Dís­ella einnig lát­ið til sín taka á óperu­svið­inu í Evrópu. Frum­raun henn­ar þar var í óperu Alban Bergs, Lulu, í Róm 2017. Hún hefur einnig komið víða fram sem ein­söngv­ari og má þar nefna Carnegie Hall í New York borg, Disney Hall í Los Angeles og á fjölda tón­listar­hátíða í Banda­ríkj­un­um.

Bjarni Frímann Bjarnason stund­aði fiðlu­nám hjá Lilju Hjalta­dótt­ur og Guð­nýju Guð­munds­dótt­ur og lauk prófi í víólu­leik frá Lista­háskóla Ís­lands. Árið 2009 bar hann sig­ur úr být­um í ein­leikara­keppni Lista­háskóla Ís­lands og Sin­fóníu­hljóm­sveit­ar Ís­lands og lék í fram­hald­inu víólu­kon­sert Bart­óks á tón­leik­um með sveit­inni. Í kjöl­far­ið stund­aði hann nám í hljóm­sveitar­stjórn und­ir hand­leiðslu Fred Butt­ke­witz við Hanns Eisler-tón­listar­háskól­ann í Berlín. Bjarni hefur komið fram víða um heim, bæði sem strengja- og hljóm­borðs­leik­ari. Hann hefur stjórn­að flest­um hljóm­sveit­um á Ís­landi við ýmis tæki­færi. Þá hefur hann sam­ið tón­list fyrir leik­hús og kvik­mynd­ir bæði hér­lend­is og er­lend­is. Bjarni Frí­mann hef­ur um ára­bil kom­ið víða fram sem píanó­leik­ari með söngv­ur­um og sem kammer­tón­listar­mað­ur, meðal ann­ars í Berlínar­fílharmóní­unni og Kon­zert­haus í Vínar­borg.
    Bjarni Frímann gegndi starfi tón­listar­stjóra ís­lensku óper­unn­ar frá 2017 uns hann tók við stöðu staðar­hljóm­sveitar­stjóra Sin­fóníu­hljóm­sveit­ar Ís­lands árið 2019. Síð­an þá hefur hann einnig meðal annars starf­að sem hljóm­sveitar­stjóri í verk­efn­um Sin­fóníu­hljóm­sveit­ar Norður­lands og ný­ver­ið hefur hann ferð­ast með Björk sem hljóm­sveitar­stjóri á tón­leika­ferða­lag­inu Cornucopia.

Tónleikasíður safnins  á íslensku og ensku eru uppfærðar reglulega

Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum Summer Concerts

Sigurjón Ólafsson Museum
Tuesday evening,
July 4th, 2023 at 8:30 pm

Admission ISK 2500
at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Dísella and Bjarni Frí­mann
A PDF version of the program.

Further information on this concert gives:
Dísella Lárusdóttir
Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805

French and German Song Cycles
Dísella Lárusdóttir and Bjarni Frí­mann Bjarna­son piano.
A pro­gram with French and Germ­an Song Cycles: Ari­ettes Oublié­es by Claude Deb­ussy, Vier letzte Lied­er by Rich­ard Strauss and two songs from Reyn­aldo Hahn´s cycle Chanson Grises.

Described by The New York Times as “reliably breath­tak­ing” and the Opera News as having a voice of “bewitch­ing beauty and pre­sence”, Ice­landic Grammy Award winn­ing sopr­ano Dís­ella Lárus­dótt­ir is quickly gain­ing inte­rnation­al at­tent­ion for be­ing one of the most promis­ing tal­ents of her gen­erat­ion. With her beauti­ful voice, com­pel­ling art­istry, char­isma­t­ic stage pre­sence, and un­usual mus­ical styl­ist­ic ver­satil­ity, Dís­ella is suc­ces­sfully re­defin­ing what it means to be an opera sing­er today.
    After her debut at the Metro­polit­an in March 2013 Dísella has per­form­ed in over a dozen stage pro­duct­ions, three of which − Ric­cardo Zand­onai's Fran­cesca da Rimini, Ant­onin Dvorák's Rus­alka and Nico Muhly's Marnie − have been broad­cast­ed live in cine­mas around the world. For her role of Queen Tye in Phelim McDermott's re­mark­able pro­duct­ion of Philip Glass' Akhn­aten she received not­able crit­ical acclaim. Other roles at the Metro­polit­an Opera in­clude Giann­etta in L'elisir d'Amore by Doni­zetti, Flower­maid­en in Parsi­fal by Wagner, Papa­gena in the Magic Flute by Mozart, Barena in Jenůfa by Janá­ček, First wood sprite in Rusalka by Dvořák, Gars­enda in Franc­esca da Rimini by Zan­donai and Wog­linde in the Götter­dämmer­ung and Das Rhein­gold by Richard Wagner.
    Dísella has also taken to the opera stage in Europe. Her de­but there was in Alban Berg's opera, Lulu, in Rome 2017. She has also per­form­ed widely as a solo­ist, in­clud­ing Carn­egie Hall in New York City, Disney Hall in Los Angeles and at numer­ous music fest­ivals in the United States.



These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats up to 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

fréttatilkynningu lokið / end of release