Listasafn Sigurjóns þriðjudagskvöld 4. júlí 2023 kl. 20:30 Miðasala við innganginn Aðgangseyrir kr. 2500 Tekið er við greiðslukortum Hvar er safnið? |
Dísella og Bjarni Frímann |
Smellið á smámyndina til að
fá prenthæfa ljósmynd. Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna. Nánari upplýsingar um tónleikana veitir: Dísella Lárusdóttir Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir: Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805. |
Dísella Lárusdóttir sópransöngkona hefur unnið hvern listrænan sigurinn á fætur öðrum að undanförnu við Metropolitan-óperuna í New York. Hefur söngur hennar hlotið mikið lof gagnrýnenda, til að mynda hrósaði stórblaðið New York Times henni fyrir fádæma nákvæmni og magnaða túlkun í hlutverkinu sem Tye drottning í uppsetningu Phelims McDermott á óperunni Akhnaten eftir Philip Glass. Síðastliðið vor hlaut Dísella hin virtu Grammy-verðlaun ásamt félögum sínum fyrir bestu óperuhljóðritun liðins árs.
Dísella þreytti frumraun sína hjá Metropolitan í mars 2013 og síðan þá hefur hún sungið í liðlega tug uppsetninga og hafa þrjár þeirra, Francesca da Rimini eftir Riccardo Zandonai, Rusalka eftir Antonin Dvorák og Marnie eftir Nico Muhly verið sýndar í beinni útsendingu í kvikmyndahúsum út um allan heim. Veturinn 2019−20, áður en heimsfaraldur setti starf óperuhúsa úr skorðum, söng hún fjölbreytt hlutverk við Metropolitan − þar með talið Giannettu í Ástardrykknum eftir Donizetti, Papagenu í Töfraflautu Mozarts og Woglinde í Götterdämmerung eftir Wagner, auk áðurnefndrar uppsetningar á verki Philips Glass.
Á undanförnum árum hefur Dísella einnig látið til sín taka á óperusviðinu í Evrópu. Frumraun hennar þar var í óperu Alban Bergs, Lulu, í Róm 2017. Hún hefur einnig komið víða fram sem einsöngvari og má þar nefna Carnegie Hall í New York borg, Disney Hall í Los Angeles og á fjölda tónlistarhátíða í Bandaríkjunum.
Bjarni Frímann Bjarnason stundaði fiðlunám hjá Lilju Hjaltadóttur og Guðnýju Guðmundsdóttur og lauk prófi í víóluleik frá Listaháskóla Íslands. Árið 2009 bar hann sigur úr býtum í einleikarakeppni Listaháskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Íslands og lék í framhaldinu víólukonsert Bartóks á tónleikum með sveitinni. Í kjölfarið stundaði hann nám í hljómsveitarstjórn undir handleiðslu Fred Buttkewitz við Hanns Eisler-tónlistarháskólann í Berlín. Bjarni hefur komið fram víða um heim, bæði sem strengja- og hljómborðsleikari. Hann hefur stjórnað flestum hljómsveitum á Íslandi við ýmis tækifæri. Þá hefur hann samið tónlist fyrir leikhús og kvikmyndir bæði hérlendis og erlendis. Bjarni Frímann hefur um árabil komið víða fram sem píanóleikari með söngvurum og sem kammertónlistarmaður, meðal annars í Berlínarfílharmóníunni og Konzerthaus í Vínarborg.
Bjarni Frímann gegndi starfi tónlistarstjóra íslensku óperunnar frá 2017 uns hann tók við stöðu staðarhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2019. Síðan þá hefur hann einnig meðal annars starfað sem hljómsveitarstjóri í verkefnum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og nýverið hefur hann ferðast með Björk sem hljómsveitarstjóri á tónleikaferðalaginu Cornucopia.
Sigurjón Ólafsson Museum Tuesday evening, July 4th, 2023 at 8:30 pm Admission ISK 2500 at the entrance Major credit cards accepted Where is the Museum? |
Dísella and Bjarni Frímann |
A PDF version of the program. Further information on this concert gives: Dísella Lárusdóttir Further information on the concert series gives: Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805 |
Described by The New York Times as reliably breathtaking and the Opera News as having a voice of bewitching beauty and presence, Icelandic Grammy Award winning soprano Dísella Lárusdóttir is quickly gaining international attention for being one of the most promising talents of her generation. With her beautiful voice, compelling artistry, charismatic stage presence, and unusual musical stylistic versatility, Dísella is successfully redefining what it means to be an opera singer today.
After her debut at the Metropolitan in March 2013 Dísella has performed in over a dozen stage productions, three of which − Riccardo Zandonai's Francesca da Rimini, Antonin Dvorák's Rusalka and Nico Muhly's Marnie − have been broadcasted live in cinemas around the world. For her role of Queen Tye in Phelim McDermott's remarkable production of Philip Glass' Akhnaten she received notable critical acclaim. Other roles at the Metropolitan Opera include Giannetta in L'elisir d'Amore by Donizetti, Flowermaiden in Parsifal by Wagner, Papagena in the Magic Flute by Mozart, Barena in Jenůfa by Janáček, First wood sprite in Rusalka by Dvořák, Garsenda in Francesca da Rimini by Zandonai and Woglinde in the Götterdämmerung and Das Rheingold by Richard Wagner.
Dísella has also taken to the opera stage in Europe. Her debut there was in Alban Berg's opera, Lulu, in Rome 2017. She has also performed widely as a soloist, including Carnegie Hall in New York City, Disney Hall in Los Angeles and at numerous music festivals in the United States.