Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 27.04.23
Smellið hér til að skoða í vafra
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
þriðjudagskvöldið 2. maí 2023 kl. 20:00
..dalurinn hér kvað við af flautuspili smalanna sem kváðust
á
Síðari hluta 19. aldar gekk yfir bylgja frelsis og framfara í Suður
Þingeyjarsýslu sem átti sér hvergi líka hér
á landi. Snerti hún alla þætti
þjóðlífsins; verslun, landbúnað,
þekkingarleit og menningu. Alþýðan las
heimsbókmenntirnar, stjórnmál voru reifuð
og tónlist var stunduð.
Árið 1851 kom Mývetningur úr
trésmíðanámi frá Kaupmannahöfn og
flutti með sér fiðlu, þá fyrstu í sveit norðanlands
að minnsta kosti, og kunnáttu til að leika á hana. Á
þessum tímum voru komnir möguleikar á
að panta vörur beint að utan og notuðu Þingeyingar
sér það, meðal annars til að kaupa fiðlur og þeir
lærðu hver af öðrum. Ötulastur var án efa Benedikt
Jónsson − Bensi á Auðnum − sem var einn af þeim sem
duglegastir voru að skrá þjóðlög fyrir Bjarna
Þorsteinsson á Siglufirði. Í bréfi sínu til
Bjarna segir hann: ... varð ég einna fyrstur til að útvega
þau hljóðfæri og um leið útlendar
nótnabækur og söngkennslubækur, og varð
þá hreint og beint kapp á milli unglinganna að leika á
fiðlu og flautu, svo dalurinn hjer kvað við af flautuspili
smalanna sem kváðust á.
Þriðjudaginn 2. maí 2023 kl 20:00 verður fjallað um þetta
sérstæða tímabil, og afleiðingar þess,
í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga.
Svava Bernharðsdóttir víóluleikari
talar um doktorsverkefni sitt, Saga og
þróun fiðlu- og víóluleiks á Íslandi,
Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari um rit Garðars Jakobssonar
og Páls H.
Jónssonar Fiðlur og tónlíf í Suður
Þingeyjarsýslu og Herdís Anna Jónsdóttir
víóluleikari segir frá reynslu sinni að alast upp á
þessu svæði á síðustu áratugum liðinnar
aldar og kynnum sínum af Garðari og fiðluleik hans.
Leiknar verða upptökur af leik þeirra Garðars og Páls H.
Jónssonar og í lokin leika flytjendur, ásamt Martin Frewer
fiðlu- og víóluleikara, gömul fiðlulög úr
Þingeyjarsýslu sem Páll
H. Jónsson skráði og Martin hefur útsett.
|