Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 27.04.23
Smellið hér til að skoða í vafra



Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar þriðju­dags­kvöldið 2. maí 2023 kl. 20:00

„ ..dalurinn hér kvað við af flautuspili smalanna sem kváðust á“


Síðari hluta 19. aldar gekk yfir bylgja frelsis og fram­fara í Suður Þing­eyjar­sýslu sem átti sér hvergi líka hér á landi. Snerti hún alla þætti þjóð­lífs­ins; versl­un, land­bún­að, þekk­ingar­leit og menn­ingu. Al­þýð­an las heims­bókmennt­irn­ar, stjórn­mál voru reif­uð og tón­list var stund­uð.
    Árið 1851 kom Mývetning­ur úr tré­smíða­námi frá Kaup­manna­höfn og flutti með sér fiðlu, þá fyrstu í sveit norðan­lands að minnsta kosti, og kunn­áttu til að leika á hana. Á þess­um tím­um voru komn­ir mögu­leik­ar á að panta vör­ur beint að utan og not­uðu Þing­ey­ing­ar sér það, meðal ann­ars til að kaupa fiðl­ur og þeir lærðu hver af öðr­um. Ötul­ast­ur var án efa Bene­dikt Jóns­son − Bensi á Auðn­um − sem var einn af þeim sem dug­leg­ast­ir voru að skrá þjóð­lög fyrir Bjarna Þor­steins­son á Siglu­firði. Í bréfi sínu til Bjarna segir hann: „ ... varð ég einna fyrst­ur til að útvega þau hljóð­færi og um leið út­lend­ar nótna­bæk­ur og söng­kennslu­bæk­ur, og varð þá hreint og beint kapp á milli ung­ling­anna að leika á fiðlu og flautu, svo dal­ur­inn hjer kvað við af flautu­spili smal­anna sem kváðust á.

Þriðjudaginn 2. maí 2023 kl 20:00 verður fjallað um þetta sér­stæða tíma­bil, og af­leið­ing­ar þess, í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga.
    Svava Bern­harðs­dótt­ir víóluleikari talar um doktorsverkefni sitt, „Saga og þróun fiðlu- og víóluleiks á Íslandi“, Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari um rit Garðars Jakobssonar og Páls H. Jónssonar „Fiðlur og tónlíf í Suður Þingeyjarsýslu“ og Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari segir frá reynslu sinni að alast upp á þessu svæði á síðustu áratugum liðinnar aldar og kynnum sínum af Garðari og fiðluleik hans.
    Leiknar verða upptökur af leik þeirra Garðars og Páls H. Jónssonar og í lokin leika flytjendur, ásamt Martin Frewer fiðlu- og víóluleikara, gömul fiðlulög úr Þingeyjarsýslu sem Páll H. Jónsson skráði og Martin hefur útsett.
Aðgangseyrir er 2000 krónur og greitt er við inn­ganginn. Tek­ið er við öll­um helstu greiðslu­kortum.
Hér má nálgast vetrar og vordagskrá í Listasafn Sigurjóns
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar • Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906 • LSO(at)LSO.is