Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
Smellið hér til að skoð í vafra
Aðrir tónleikar Hlífar Sigurjónsdóttur með partítum
og sónötum eftir Johann Sebastian Bach
|
|
Næsta þriðjudagskvöld, 7. mars kl. 20:00, verða aðrir
tónleikar Hlífar Sigurjónsdóttur
með partítum og sónötum eftir Johann Sebastian Bach.
Þá leikur hún Sónötu II í a moll
BWV 1003 og Partítu II í d moll BWV 1004 en lokakafli
hennar er hin þekkta Ciaccona sem oft má heyra leikna eina og sér.
Ciaccona eftir Johann Sebastian Bach er eitt af þekktustu
verkum barrokk tímans og hefur verið útsett fyrir
flestar tegundir hljóðfæra og
hljóðfærasamsetninga sem hugsast getur, svo sem orgel,
flautu, saxófón, trompet, marömbu, selló-dúó
og einnig fyrir hljómsveit. Johannes Brahms taldi hana vera eitt
dásamlegasta og dularfyllsta tónverk sem samið hefur
verið. Líkur hafa verið leiddar að því að Bach hafi
samið þetta verk eftir að hann kom heim úr ferðalagi og komst að
því að kona hans og móðir sjö barna þeirra, Maria Barbara,
hafði látist nokkru áður.
|
Johann Sebastian Bach fæddist inn í þekkta
tónlistarfjölskyldu í Eisenach árið 1685. Foreldrar
hans létust báðir er hann var barn að aldri og flutti hann þá til
elsta bróður síns sem var organisti í
nágrannabænum Ohrdruf og stundaði þar
tónlistarnám.
Í upphafi ferils síns starfaði hann sem organisti og um
tíma einnig sem hirðhljóðfæraleikari, en var
ráðinn til hirðar Wilhelm Ernst greifa af Weimar árið 1708.
Sex árum síðar varð hann konsertmeistari við
sömu hirð. Árið 1717 yfirgaf hann Weimar og réðst til starfa að
hirð Leopolds prins af Anhalt-Cöthen til ársins 1723. Þaðan
fór hann til Leipzig og gegndi stöðu kantors við
Tómasarkirkjuna til dauðadags árið 1750.
Meðan Bach starfaði sem organisti í Weimar samdi hann mörg
orgelverk og var þekktur og viðurkenndur sem orgelleikari. Í
Cöthen hafði hann engum kirkjulegum skyldum að gegna, en bar hins
vegar ábyrgð á öllum tónlistarflutningi við
hirðina og samdi þá fjölda verka fyrir hin ýmsu
hljóðfæri. Í Leipzig skóp hann bæði kirkjulega
og veraldlega tónlist.
Einleiksverkin sex fyrir fiðlu, þrjár sónötur
og þrjár partítur, samdi hann í Cöthen um árið 1720,
þá 35 ára gamall. Hann byggir þau á ríkjandi hefð
þýsks fiðluskóla. Þær tilgátur eru uppi að
hann hafi samið þau sem æfingar líkt og Paganini gerði
síðar með Caprisur sínar. Ljóst er að Bach hefur
þekkt fiðluna mjög vel og með sínu frjóa ímyndunarafli
hafi hann séð fyrir möguleika hljóðfærisins sem enn
var ekki búið að uppgötva.
Um geisladisk Hlífar með þessum verkum ritar Phil Muse meðal annars:
The Mount Everest of these Himalayas, the great Ciaccona (Chaconne) in
Partita No. 2, receives particular care from Sigurjónsdóttir as
she explores all the great features in this long (15:48) work in ways that
make it continually engaging for the listener. Her pacing here is absolutely
perfect as she forms what is initially a rather square-toed conception into
a thing of exquisite beauty. Without sacrificing any of its fluidity, she
employs discrete variations in tempo, as in the passages of increasing urgency
that set the stage for the wonderful moment of relaxation that steals upon us
at just about the midpoint of the Chaconne. You don’t have to be terribly
learned musically to realize that something wonderful has transpired in
Bach’s monumental set of variations on a ground bass.
Sigurjónsdóttir does the hard work for you, so just sit back
and enjoy!
Hlíf Sigurjónsdóttir er fædd í Kaupmannahöfn
en ólst upp í Reykjavík. Hún nam fiðluleik hjá
Birni Ólafssyni konsertmeistara við
Tónlistarskólann í Reykjavík og fór
síðar til framhaldsnáms við
Háskólana í Indiana og Toronto og Listaskólann
í Banff. Einnig nam hún hjá Gerald Beal fiðluleikara í
New York borg. Á námsárum sínum kynntist hún
og vann með mörgum merkustu tónlistarmönnum
tuttugustu aldarinnar, þar á meðal
William Primrose, Zoltan Szekely, György Sebök, Rucciero Ricci og
Igor Oistrach.
Hlíf hefur haldið fjölda einleikstónleika
og leikið með sinfóníuhljómsveitum
og kammersveitum víða um Evrópu, í
Bandaríkjunum og Kanada. Haustið 2014 kom
geisladiskurinn DIALOGUS út hjá
MSR Classics
í Bandaríkjunum með einleiksverkum í
hennar flutningi, sem samin hafa verið sérstaklega fyrir hana.
Maria Nockin, tónlistargagnrýnandi Fanfare Magazine,
tilnefndi þann disk CD of the year 2015. Haustið 2015
endurútgaf sama útgáfufyrirtæki
tvöfaldan geisladisk, frá
árinu 2008, þar sem hún lék allar sónötur
og partítur fyrir einleiksfiðlu eftir Johann Sebastian Bach.
Hafa báðir þessir diskar hlotið mikið lof
gagnrýnenda.
|
|
|