Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Smellið
hér til að skoð í vafra
Hrosshár á strengi Fyrstu tónleikar vorannar í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Á liðnu hausti tók Listasafn Sigurjóns Ólafssonar upp
þá nýbreytni að standa fyrir reglulegum
menningarviðburðum - tónleikum, flutningi hljóðrita
og kynningum á sögulegu efni - í sal safnsins á Laugarnesi.
Fest voru kaup á vönduðum hljómflutningstækjum og
myndvarpa í þeim tilgangi. Viðburðirnir eru í anda
sumartónleikanna, á þriðjudagskvöldum, um
klukkustundar langir, en hefjast klukkan 20:00, og boðið er upp á
kaffi í kaffistofu safnsins á eftir þar sem rabba má við
flytjendur.
Á liðnu hausti voru átta slíkir viðburðir á
tímabilinu frá 18. október til 22. nóvember og
vordagskráin er næstum tilbúin og hefur verið birt á
netsíðu safnsins.
Samstarf hefur verið tekið upp við FÍT (Félag íslenskra
tónlistarmanna) um að félagið sjái um eina tónleika í
mánuði.
Vorönnin hefst þann 14. febrúar með tónleikum
Hlífar Sigurjónsdóttur fiðluleikara og Povl Balslev orgel- og
píanóleikara sem nefnast Hrosshár á strengi og holað
innan tré − brot úr sögu klassísks fiðluleiks á
Íslandi. Meðal annars verður fjallað um Þórarin
Guðmundsson (1896−1979) sem fyrstur Íslendinga hélt utan til
að læra klassískan fiðluleik og að hafa
fiðluleik og kennslu að aðalstarfi. Leikin verða lög frá
hans tíð og eftir hann, sum hver á fiðlu sem hann lék á.
Samstarf Hlífar og Povls hófst fyrir sjö árum og hafa þau
haldið tónleika á Íslandi og í Danmörku,
bæði sem fiðlu og píanó dúó og einnig með
samleik fiðlu og orgels, nú síðast í Eyrarbakkakirkju og
Grafarvogskirkju 11. og 12. febrúar.
|
|
Hlíf Sigurjónsdóttir
er fædd í Kaupmannahöfn en ólst upp í Reykjavík.
Hún nam fiðluleik hjá
Birni Ólafssyni
konsertmeistara við
Tónlistarskólann í Reykjavík og fór síðar
til framhaldsnáms við Háskólana í Indiana og Toronto og
Listaskólann í Banff í Klettafjöllum Kanada. Einnig nam hún hjá
Gerald Beal fiðluleikara í
New York borg. Á námsárum sínum kynntist hún og vann með
mörgum merkustu tónlistarmönnum tuttugustu aldarinnar, þar
á meðal William Primrose, Zoltan Szekely, György Sebök, Rucciero
Ricci og Igor Oistrach. Hlíf hefur haldið fjölda einleikstónleika og leikið
með sinfóníuhljómsveitum og kammersveitum víða um
Evrópu, í Bandaríkjunum og Kanada.
Haustið 2014 kom geisladiskurinn
DIALOGUS
út hjá MSR Classics í
Bandaríkjunum með einleiksverkum í hennar flutningi, sem samin hafa
verið sérstaklega fyrir hana. Maria Nockin, gagnrýnandi Fanfare Magazine, tilnefndi
þann disk CD of the year 2015. Síðar endurútgaf sama
útgáfufyrirtæki tvöfaldan geisladisk, frá árinu 2008,
þar sem hún lék allar sónötur og partítur fyrir einleiksfiðlu
eftir Johann Sebastian Bach. Hafa báðir þessir diskar hlotið mikið lof
gagnrýnenda.
Hlíf er listrænn stjórnandi Sumartónleika
Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
og hefur tekið
þátt í starfi safnsins frá upphafi. |
|
Povl Christian Balslev er fæddur í
Fjelsted á Fjóni og er kominn af prestum í marga ættliði.
Hann nam
orgelleik við Sweelinck tónlistarháskólann
í Amsterdam 1989-90 og lauk Kirkjutónlistarprófi frá
konunglega danska Tónlistarháskólanum 1996 með
orgelleik og stjórnun sem höfuðfög. Síðan hefur hann numið hjá
fjölda kennara, m.a. Harald Vogel, David Sanger, Anders Bondeman, H.O. Ericsson, Jon Laukvik og
Lars Ulrik Mortensen (á cembalo) og í spuna hjá William Porter í Boston.
Povl er tónskáld, píanó- og orgelleikari. Árið
2003 lauk hann námi í leik á klukknaspil og hefur síðan leikið
á kirkjuklukkur víða í Evrópu,
Bandaríkjunum og Japan. Árið 2002 tók hann við stöðu
organista, kantors og klukknaspilsleikara við Vorfrúarkirkjuna
í Svendborg á Fjóni og einnig kennir hann við
kirkjutónlistarskólann í Løgumklaustri.
Povl hefur mikinn áhuga á kórsöng og kórastarfi og stjórnar tveimur
kórum í Svendborg. Hann hefur staðið fyrir tónlistarhátíðum
þar, t.d. Vorfrúarhátíðinni, kórahátíðinni
SyngSydfyn og fjölþjóðlegu klukknaspilshátíðinni sem haldin er
þar sérhvert sumar. Þá er hann ötull flytjandi eigin tónlistar og
annarra, leikur á píanó jafnt sem orgel og hefur gefið út fjölda
geisladiska. Hann hefur samið tónverk fyrir kóra, orgel, kammersveitir og einnig fyrir
leikhús og kvikmyndir. Hann heldur fyrirlestra og hefur ritað greinar og bókarkafla um
tónlist og árið 2009 kom út eftir hann ævisaga danska
tónskáldsins Th. Aagaard þar sem hann rekur einnig sögu söngtónlistar
á Fjóni.
Povl Christian samdi svítu í 5 þáttum fyrir fiðlu og
píanó fyrir Hlíf Sigurjónsdóttur, við
höggmynd föður hennar
Fótboltamenn. |
Ábyrgğarmağur fréttatilkynningar er Hlíf
Sigurjónsdóttir • sími 863−6805 •
LSO(at)LSO.is |
|
|