|
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar hýsir höggmyndir
og teikningar eftir Sigurjón Ólafsson
myndhöggvara ásamt heimildum um listamanninn
og er miðstöð rannsókna á list hans.
Safnið var stofnað af Birgittu Spur,
ekkju listamannsins 1984 og var rekið sem
sjálfseignarstofnun til ársins 2012, að
það var afhent Íslenska ríkinu og rekið sem safn innan
Listasafns Íslands. Frá 1. desember 2021 er safnið
rekið af rekstrarfélaginu Grímu ehf, undir
forystu aðstandenda Sigurjóns.
Auk þess að kynna list Sigurjóns
býður safnið
upp á sýningar á verkum annarra listamanna og yfir
sumartímann eru vikulega haldnir tónleikar sem hafa
skipað sér fastan sess í menningarlífi
Reykjavíkurborgar.
Sigurjón Ólafsson fæddist á Eyrarbakka árið
1908 og lést í Reykjavík 1982. Hann vann jafnhliða
abstrakt- og raunsæisverk og er talinn einn fremsti portrettlistamaður
sinnar samtíðar. |
|
Safnið er lokað til 1. febrúar 2025
Þá opnar sýningin
Vafningar
með verkum eftir Helgu Pálínu
Brynjólfsdóttur
|
|