Útgefandi: Háskólaútgáfan í samvinnu við Bókmennta- og listfræðistofnun Háskóla Íslands, Listasafn Íslands og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, 2017

Tracks in Sand
Featuring Modernism in the Work of Sculptor Sigurjón Ólafsson

Ritstjóri: Æsa Sigurjónsdóttir
Á ensku og dönsku, 78 síður með svarthvítum ljósmyndum, kilja, 23.5x16.4 cm
ISBN 978-9935-23-152-9
Umbrot og hönnun: Sigrún Sigvaldadóttir / Hunang
Prentun og band: Litlaprent

Rit með erindum sem flutt voru á ráðstefnu í tengslum við samnefnda yfirlitssýningu á verkum Sigurjóns Ólafssonar í Listasafni Íslands að Fríkirkjuvegi 7 og Listasafni Sigurjóns á Laugarnesi sumar og haust 2014.
Ráðstefnan var haldin í Listasafni Íslands 6. september það ár.
Efni:
• Æsa Sigurjónsdóttir og Birgitta Spur: Introduction • Jens Peter Munk: Naturalism at a Crossroads: Sigurjón Ólafsson's Works Related to Naturalist Trends in Danish Sculpture • Kerry Greaves: “Take the Train to Klampenborg!” Sigurjón Ólafsson, Sculpture, and Helhesten's 13 Artists in a Tent Exhibition • Lise Funder: Sigurjón Ólafssons granitskulpturer på Vejle Rådhusplads (á dönsku) • Pétur H. Ármannsson: Sigurjón Ólafsson's Collaboration with Icelandic Architects • Aðalsteinn Ingólfsson: Carved, Assembled and Fetishised: Sigurjón Ólafsson's Late Sculptures Reconsidered • Æsa Sigurjónsdóttir: Rethinking Sigurjón Ólafsson's Place in the Danish Avant-Garde through the Retrospective Exhibition Tracks in Sand.

Verð 5.900 kr.
Kynning og sala hjá útgefanda
 


Samspil − Interplay
Sigurjón Ólafsson & Finn Juhl
Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar


Ritstjóri: Birgitta Spur
Ritnefnd: Svanfríður Franklínsdóttir og Æsa Sigurjónsdóttir
Jafnt á íslensku sem ensku, 48 síður með litmyndum , límd, í mjúkri kápu, 21x21 cm
Útgefandi: Listasafn Sigurjóns / Listasafn Íslands, 2015
ISSN 1019-2395
ISBN 978-9979-864-54-7
Umbrot og hönnun: Halldór Þorsteinsson
Prentun og band: Prentsmiðjan Oddi ehf.
Sýningarskrá með samnefndri sýningu í Listasafni Sigurjóns 23.04-30.08 2015

Birgitta Spur ritar aðfaraorð að skránni og ræðir m.a. um möguleg kynni þessara tveggja listamanna. Æsa Sigurjónsdóttir ritar megingreinina „Samspil. Sigurjón Ólafsson og Finn Juhl − Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar“. Þar fjallar hún um listamennina hvorn fyrir sig, tengsl þeirra og samtímalistamanna í Danmörku. Í skránni eru leiðréttar tvær villur sem hafa verið lífseigar í dönskum listumfjöllunarritum, annars vegar að Höndin (LSÓ 1050) sé eftir Erik Thommesen (bls. 20), og að Þrá (LSÓ 234) sé eftir Jean Arp (bls. 32). Bæði verkin eru eftir Sigurjón Ólafsson.
Verð 3.000 kr.Spor í sandi
Sigurjón Ólafsson - yfirlitssýning

Ritstjóri: Birgitta Spur
Ritnefnd: Svanfríður Franklínsdóttir og Æsa Sigurjónsdóttir
Jafnt á íslensku sem ensku, 56 síður með litmyndum , saumuð, í mjúkri kápu, 21x26 cm
Útgefandi: Listasafn Íslands, 2014
ISSN 1019-2395
ISBN 978-9979-864-52-3
Umbrot og hönnun: Halldór Þorsteinsson
Prentun og band: Prentsmiðjan Oddi ehf.
Sýningarskrá með samnefndri sýningu í Listasafni Íslands 23.05-26.10 2014 og Listasafni Sigurjóns 24.05-29.11 2014.
Halldór Björn Runólfsson: Aðfaraorð. Birgitta Spur: Enginn er eyland. Æsa Sigurjónsdóttir, rannsóknargreinin: „List er ekki hátíðleiki, heldur lífið sjálft". Einnig æviágrip Sigurjóns, listi yfir helstu sýningar og rit.
Í grein sinni fjallar Æsa um Sigurjón og tengsl hans við danska listaumhverfið á fjórða og fimmta áratug liðinnar aldar.

Verð 2.900 kr.Erlingur Jónsson

Ritstjóri: Birgitta Spur
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Reykjavík 2010
Á íslensku, 16 bls. auk kápu 20.5x21 cm, 14 ljósmyndir, litprentuð, heft í kjöl.
ISBN 978-9979-9548-6-6
Hönnun: Halldór Þorsteinsson
Prentun: Prentsmiðjan Oddi, Reykjavík.

Sýningarskrá sem fylgir sýningu Erlings Jónssonar í Listasafni Sigurjóns 16. september - 28. nóvember 2010 og ber heitið „Erlingur minn, hvað ertu nú að gera?". Í formála kynnir Birgitta Spur vináttu þeirra Sigurjóns og Erlings. Stutt útgáfa af viðtali sem Aðalsteinn Ingólfsson átti við Erling um Sigurjón og birtist í heild í Árbók LSÓ 1987 og 1988 ásamt viðtali þeirra frá sumri 2010 þar sem áhersla er lögð á stækkanir á verkum Sigurjóns sem Erlingur hefur unnið.Verð 800 kr.Billedhuggeren Sigurjón Ólafsson og hans portrætter

Ritstjórar: Lise Funder og Birgitta Spur
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Reykjavík 2008
Á dönsku 128 blaðsíður, 27x24.5 cm 111 ljósmyndir, bundin í harðspjöld
ISBN 978-87-88755-03-9
Hönnun: Halldór Þorsteinsson
Prentun: Prentsmiðjan Oddi, Reykjavík
Dreifing erlendis: Boggalleriet, Rønde, Danmörku, artbooks@boggalleriet.dk

Bókin er einnig gefin út á ensku undir heitinu
Sculptor Sigurjón Ólafsson and his Portraits
ISBN 978-87-88755-05-3
Ríkulega myndskreytt sýningarskrá fyrir sýningu á andlitsmyndum Sigurjóns Ólafssonar í Frederiksborgarsafninu í Hillerød á Sjálandi haustið 2008. Frú Vigdís Finnbogadóttir ritar inngang, en meginefni bókarinnar er ritrýnd grein eftir Charlotte Christensen listfræðing um Sigurjón og portrett hans.

Auk æviágrips Sigurjóns hefur Birgitta Spur ritað textabrot um alla þá einstaklinga sem portrett er af á sýningunni, en það eru Þorvaldur Skúlason, Jón Krabbe sendiráðsfulltrúi, Guðrún Gísladóttir móðir listamannsins, Thor Jensen forstjóri, Johannes C. Bjerg prófessor, Otto Gelsted skáld, Stefán Islandi söngvari, Sigurður Nordal sendiherra og prófessor, Ásgrímur Jónsson listmálari, Guðmundur Thoroddsen læknir, Birgitta Spur eiginkona listamannsins, Séra Friðrik Friðriksson, Óli - sonur listamannsins, Knud Rasmussen landkönnuður, Jakobína Jakobsdóttir kennari, Halldór Kiljan Laxness skáld, hjónin Einar Sigurðsson útgerðarmaður og Svava Ágústsdóttir, Ragnar í Smára bókaútgefandi, Jón Helgason prófessor, Gunnar Gunnarsson rithöfundur, Kristján Eldjárn forseti og Torfi Hjartarson skattstjóri. Ritaskrá fylgir.

Verð 2.500 kr.


Sigurjón Ólafsson myndhöggvari
Þrjár heimildamyndir

DVD diskur, útgefandi Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Reykjavík 2008
  • Hesten på Kongens Nytorv (1952, 17 mínútur)
    Á árunum 1941- 45 var riddaramyndin af Kristjáni 5. á Kóngsins Nýjatorgi í Kaupmannahöfn endurgerð. Styttuna, sem var úr blýi, gerði Abraham Cécar Lamoureux árið 1688. Utzon-Frank prófessor við Konunglega akademíið í Kaupmannahöfn stjórnaði verkinu og var Sigurjón Ólafsson hans helsti aðstoðarmaður. Kvikmyndagerðarmaðurinn Bjarne Henning-Jensen festi á filmu. Endurbirt með leyfi frá Det Danske Filminstitut í Kaupmannahöfn.
  • Saga um lágmynd (1990, 10 mín)
    Heimildamynd Ásgeirs Long um stærsta verkefni Sigurjóns Ólafssonar, lágmyndir í steinsteypu á framhlið stöðvarhúss Búrfellsvirkjunar 1966-69. Endurbirt með leyfi Ásgeirs Long og Landsvirkjunar.
  • Þessir kollóttu steinar (1992, 16 mín)
    Myndband um andlitsmyndir Sigurjóns Ólafssonar, byggt að hluta á viðtali sem Erlingur Jónsson, myndhöggvari tók við listamanninn árið 1980. Meðal annars er fjallað um formið, anatómíuna og yfirborð myndanna, ólíkar aðferðir við ólík efni, um ljós og skugga, liti og hreyfingu. Leitast er við að skýra hugmyndir Sigurjóns með einstökum verkum. Einnig er stuðst við ljósmyndir og lifandi myndir af listamanninum við vinnu.
Myndin kom út á VHS myndbandi árið 1992 og hlaut Silver Screen Award verðlaun í flokki fræðslumynda á US International Film and Video Festival í Chicago árið 1994.

Íslenskur, enskur og danskur undirtexti.

Verð 2.000 kr.


Sigurjón og Þorvaldur - tveir módernistar

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og Listasafn Háskóla Íslands, Reykjavík 2008
Ritstjórar: Birgitta Spur og Auður A. Ólafsdóttir
Á íslensku, 48 síður, 21x20.5 cm, myndskreytt
ISBN 978-9979-9548-5-9
Hönnun: Halldór Þorsteinsson
Prentun: Prentsmiðjan Oddi.

Sýningarskrá með samnefndri sýningu í Hafnarborg, menningar og listastofnun Hafnarfjarðar sem haldin er í tilefni þess að öld er liðin frá fæðingu Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara og Þorvalds Skúlasonar listmálara. Sýningin stendur frá 4. október til 9. nóvember 2008.

Inngangur eftir Birgittu Spur og greinar eftir listfræðingana Auði A. Ólafsdóttur og Gunnar J. Árnason heimspeking.

Verð 1000 kr.


Hjól - Plógur - Vængir

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Reykjavík 2006
Á íslensku, 16 bls.
ISBN 9979-9548-3-3
Hönnun JP
Prentun Svansprent

Sýningarskrá með samnefndri sýningu á verkum Hallsteins Sigurðssonar í Listasafni Sigurjóns 16. september - nóvemberloka 2006. 10 ljósmyndir

"Hallsteinn og hrynjandinn í rýminu" eftir Jón Proppé

Verð 500 kr.
Hraunblóm - Lavaens blå blomst

Ritstjóri: Birgitta Spur
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Reykjavík 2005
Á íslensku og dönsku með enskum útdrætti. 80 bls. 21x26 cm
ISBN 9979-9548-2-5

Sýningarskrá með samnefndri sýningu á verkum Carl-Henning Pedersen og Else Alfelt ásamt verkum Svavars Guðnasonar og Sigurjóns Ólafssonar í Listasafni Sigurjóns 17.09.05-27.11.05; Akureyri 21.01.06-17.03.06; Herning á Jótlandi 07.04.06-14.05.20 og Kaupmannahöfn okt-des 06.

Greinar eftir Aðalstein Ingólfsson, Æsu Sigurjónsdóttur og Hanne Lundgren. Fjallað er um áður óþekktan kafla dansk-íslenskrar listasögu, áhrif dönsku Haustsýningarinnar í Reykjavík vorið 1948 og heimsókn málaranna Else Alfelt og Carl-Henning Pedersen það sumar. Bent er á að á sama tíma og félagar úr haustsýningunni stofnuðu Cobra ásamt listamönnum frá Brussel og Amsterdam voru listamenn að fást við svipaða hluti hér á Íslandi.

Verð 1500 kr.
Isle Hessner
Mánasigđ - Under mĺnens segl - Qaammatip imissikkiartuaarnerani - A Slice of The Moon

Sýningarstjóri: Birgitta Spur
Ráðgjafar: Bodil Kaalund, Jessie Kleemann
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Reykjavík 2004
Á íslensku, dönsku, grænlensku og ensku. A4, 24 bls.
ISBN 9979-9548-1-7

Skrá með farandsýningu á verkum Isle Hessner í LSÓ, 10.09.04-28.11.04, Johannes Larsen Museet í Kerteminde, Danmörku, 18.03.05-16.05.05, Þjóðminjasafninu í Nuuk, Grænlandi 27.06.05-14.08.05. Grein um listakonuna eftir Bodil Kaalund og þankar eftir aðra.

Verð 800 krónur
KONAN - Maddama, kerling, fröken, frú ...

Hljóðbók
Geisladiskur með ljóðum ellefu skáldkvenna, sem þær lesa sjálfar við jafnmargar höggmyndir Sigurjóns Ólafssonar af konum. Gefinn út í tilefni samnefndrar sýningar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Listahátíð í Reykjavík 23. maí - 30. júní 2002.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Reykjavík 2002
Ljóð á íslensku. Geisladiskur með myndskreyttu 32 síðna ljóðakveri
ISBN 9979-9548-0-9

Guðrún Eva Mínervudóttir: Kona 1950; Fríða Á. Sigurðardóttir Ekkjan; Þórunn Valdimarsdóttir Pallas Aþena; Kristín Ómarsdóttir Fjallkonan; Vilborg Dagbjartsdóttir Snót; Linda Vilhjálmsdóttir af skepnunni (Kona); Elísabet K. Jökulsdóttir Kona í spegli; Ingibjörg Haraldsdóttir Kona/tré; Sigurbjörg Þrastardóttir Móðir og barn; Margrét Lóa Jónsdóttir Leyndarmál (Álfkona) og Vigdís Grímsdóttir Torso.

Verð 1200 krónur
Speglanir

Ritstjóri: Birgitta Spur
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Reykjavík 2001
Á íslensku. 16 bls.
ISBN 9979-9124-9-9

Skrá með samnefndri sýningu á verkum Helga Gíslasonar í Listasafni Sigurjóns september og október 2001. Undir fyrirsögninni Speglanir tekur Helgi aftur upp myndefni sem fjallar um einstaklinginn í rýminu og um hlutföll mannslíkamans..

Meðal efnis: Aðfaraorð Birgittu Spur, Reiða og óreiða, hugleiðing og viðtal Æsu Sigurjónsdóttur við listamanninn 2001. Ljósmyndir og yfirlit yfir störf, sýningar og opinber verk.

Verð 700 krónur
Hærra til þín - Trúarleg minni í vestnorrænni list
Passionstoner - Religiøse temaer i vestnordisk kunst

Ritstjóri: Birgitta Spur
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og Listasafn Reykjavíkur- Ásmundarsafn, Reykjavík 2000
Á íslensku og dönsku. 80 bls.
ISBN (Ísland) 9979-9124-7-2 ISBN (Danmark) 9979-9124-8-8

Sýningarskrá með farsýningu á eftirtöldum stöðum: Listasafn Sigurjóns Ólafssonar; Listasafn Reykjavíkur - Ásmundarsafn; Listasavn Føroya, Tórshavn; Sophienholm, Lyngby; Museet på Sønderborg Slot og Museet for Religiøs Kunst med Bodil Kaalund Samlingerne, Lemvig. Sýningin var framlag LSÓ og Listasafns Reykjavíkur-Ásmundarsafns til Kristnihátíðar á Íslandi og Reykjavíkur Menningarborgar Evrópu árið 2000 og var á dagskrá þessara aðila. Sýnd verk, trúarlegs eðlis, eftir níu norræna listamenn frá Íslandi, Færeyjum, Noregi og Danmörku, sem ekki voru almennt þekktir fyrir trúarlega list.

Meðal efnis: Herra Karl Sigurbjörnsson: Hærra til þín / Nærmere dig; Charlotte Christensen: Olivia Holm-Møller. Farven gul / Guli liturinn; Troels Andersen: J.A. Jerichau. Springet i farven / Stökkið í litnum; Eiríkur Þorláksson: Ásmundur Sveinsson. Um afstrakt krossa / Om abstrakte kors; Håkon A. Andersen: Hannah Ryggen og hendes religiøse motiver / Hannah Ryggen og trúarlegt myndefni hennar; Bárður Jákupsson: Sámal Elias Joensen-Mikines; Charlotte Christensen: Sigurjón Ólafsson. Pagten med naturen / Sáttmálinn við náttúruna; Per Hovdenakk: Robert Jacobsen; Per Hovdenakk: Jakob Weidemann; Charlotte Christensen: Svend Wiig Hansen. Den søgende tvivler / Leitandi efasemdarmaður.

Verð 1200 krónur - takmarkað upplag
Sigurjón Ólafsson. Ævi og list II

Ritstjóri: Birgitta Spur
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Reykjavík 1999
Á íslensku með enskum útdrætti. 350 bls.
ISBN 9979-9124-4-8

Í síðara bindi þessa ritverks rekur Aðalsteinn Ingólfsson fjölbreyttan listferil Sigurjóns frá því hann sneri heim til Íslands árið 1945 þar til hann vann síðasta verk sitt síðla árs 1982. Fjallað er um stefnur og strauma samtímans, þróun og breytingar í list Sigurjóns og framlag hans til höggmyndalistar nútímans.

Heildarskrá yfir verk Sigurjóns á árunum 1945 til 1982 fylgir ritinu sem er prýtt fjölda ljósmynda.

Bækurnar voru tilnefndar til Hinna íslensku bókmenntaverðlauna árið 1999

Verð 3.000 krónur
Sigurjón Ólafsson. Ævi og list I

Ritstjóri: Birgitta Spur
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Reykjavík 1998
Á íslensku með enskum útdrætti. 192 bls.
ISBN 9979-9124-5-6

Rakinn er ferill Sigurjóns Ólafssonar, eins helsta brautryðjanda í íslenskri höggmyndalist, birt heildarskrá yfir verk hans á árunum 1924 til 1945. Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, ritar um uppvaxtarár Sigurjóns á Eyrarbakka og í Reykjavík og danski listfræðingurinn Lise Funder skrifar um nám hans og starf í Kaupmannahöfn á árunum 1928-1945 og þau tímamótaverk sem skipuðu honum sess meðal fremstu framúrstefnulistamanna á Norðurlöndum. Í bókinni eru yfir 200 ljósmyndir.

Verð 3.000 krónur
Vættatal / Dialogue on Eerie Beings

Ritstjóri: Birgitta Spur
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Reykjavík 1996
Á íslensku og ensku. 24 bls.
ISBN 9979-9124-3-X

Í tilefni af Listahátíð í Reykjavík 1996 sýndi Páll á Húsafelli höggmyndir sínar með völdum verkum eftir Sigurjón, en báðir leituðu þeir fanga í íslenskri náttúru í myndsköpun sinni.

Meðal efnis: Thor Vilhjálmsson: Vættatal í Sigurjónssafni; Aðalsteinn Ingólfsson: Af endurminningum náttúrunnar.

Verð 300 krónur

Skannað pdf eintak
Gunhild Skovmand: einu sinni var...

Ritstjóri: Birgitta Spur
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Reykjavík 1995
Á íslensku og dönsku (jafnt). 24 bls.
ISBN 9979-9124-2-1

Sýningarskrá í tilefni af sýningu á pappírsklippimyndum Gunhild Skovmand í Listasafninu 24. júní til 7. ágúst 1995

Efni: Birgitta Spur Aðfaraorð/Forord, Gunhild Skovmand Þankar/Tanker og Hans Laumann Um klippimyndir/Papirklip.

Verð 300 krónur
Frá prímitívisma til póstmódernisma í norrænni höggmyndalist

Ritstjóri: Birgitta Spur
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og Hafnarborg Menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, Reykjavík og Hafnarfjörður 1995.
Á íslensku og ensku. 96 bls.
ISBN 9979-9124-1-3

Sýningarskrá með samnefndri sýningu í LSÓ og Hafnarborg á norrænu menningarhátíðinni Sólstafir dagana 25.02 - 20.03 1995. Með sýningunni voru dregin fram helstu einkenni og straumar í höggmyndalist aldarinnar eins og þau birtust í verkum fimm norrænna listamanna, þeirra Bror Hjorth, Sigurjóns Ólafssonar, Mauno Hartman, Bjørn Nørgaard og Gunnar Torvund.

Meðal efnis: Petrún Pétursdóttir og Birgitta Spur: Aðfaraorð; Küllike Montgomery: Bror Hjorth; Birgitta Spur: Sigurjón Ólafsson; Juhani Pallasmaa: Mauno Hartman; Claus Hagedorn-Olsen: Bjørn Nørgaard; Leena Mannila: Gunnar Torvund.

Verð 800 krónur
Íslandsmerki og súlur Sigurjóns Ólafssonar

Ritstjóri: Birgitta Spur
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Reykjavík 1994
Á íslensku og ensku. 72 bls.
ISBN 9979-9124-0-5

Sýningarskrá með samnefndri sýningu í tilefni fimmtíu ára afmælis íslenska lýðveldisins. Súla sem tákn kom víða fram í list Sigurjóns og voru mörg dæmi þess á sýningunni. Þá var sérstaklega fjallað um eitt þekktasta súlnaverk hans, Íslandsmerki, á Hagatorgi í Reykjavík. Myndin var gerð í tilefni 25 ára afmælis íslenska lýðveldisins.

Meðal efnis: Birgitta Spur: Íslandsmerki og súlur Sigurjóns; Susanne Jorn: Vinátta (ljóð); Auður Ólafsdóttir: Frá súlu til Íslandsmerkis.

Verð 800 krónur
Árbók LSÓ 1991 og 1992

Ritstjóri: Birgitta Spur
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Reykjavík 1993
Á íslensku með enskum útdrætti. 118 bls.
ISSN 1021-6626

Meðal efnis: Birgitta Spur: Skýrsla; Auður Ólafsdóttir: Myndir í fjalli. Lágmyndir Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara á framhlið stöðvarhúss Búrfellsvirkjunar 1966-69.; Sólveig Georgsdóttir: Saltfiskstöflun - veggmynd án veggjar; Ljóð eftir Susanne Jorn við síðasta verk Sigurjóns ásamt íslenskri þýðingu Steinunnar Sigurðardóttur: Spor í sandi; Inga Lára Baldvinsdóttir: Við myndlistarstörf á Eyrarbakka, frásögn af Agnesi Lunn; Þorgrímur Gestsson: Byggðarlag sem varð borgarhverfi, ágrip af þúsund ára sögu Laugarness við sund.

Verð 800 krónur
Tracks in Sand
Susanne Jorn

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Reykjavík 1992.
Aðeins gefin út í 500 eintökum
Á ensku og japönsku í þýðingu Kazuko Shiraishi. 48 bls.
ISBN 9979-9069-3-6

Ljóð Susanne Jorn á ensku og japönsku við verk eftir Sigurjón Ólafsson.

Verð 2500 krónur
Þessir kollóttu steinar / Those Rounded Stones

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar [myndband], Reykjavík 1992.
Gefið út á íslensku og ensku.(VHS - PAL og NTSC)

Myndband um andlitsmyndir Sigurjóns Ólafssonar, byggt að hluta á viðtali sem Erlingur Jónsson, myndhöggvari og aðstoðarmaður Sigurjóns um nokkurt skeið, tók við listamanninn árið 1980. Meðal annars er fjallað um formið, anatómíuna og yfirborð myndanna, ólíkar aðferði við ólík efni, um ljós og skugga, liti og hreyfingu. Leitast er við að skýra hugmyndir Sigurjóns með einstökum verkum. Einnig er stuðst við ljósmyndir og lifandi myndir af listamanninum við vinnu.

Handrit: Auður Ólafsdóttir, Birgitta Spur, Sólveig Georgsdóttir og Ólafur Rögnvaldsson.
Framleiðandi: Kvikmyndafélagið AX hf. Lengd.: 17 mín.
Myndbandið hlaut Silver Screen Award verðlaunin í flokki fræðslumynda á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago í Bandaríkjunum, US International Film and Video Festival, árið 1994.

Verð 2000 krónur
Sigurjón Ólafsson Danmark-Island 1991

Ritstjórar: Birgitta Spur, Troels Andersen og Sólveig Georgsdóttir
Silkeborg Kunstmuseums Forlag, Silkeborg 1991
Á íslensku og dönsku. 108 bls.
ISBN 87-87932-33-4

Sýningarskrá með farandsýningu á verkum Sigurjóns í Kastrupgårdsamlingen, Vejle Kunstmuseum, Silkeborg Kunstmuseum og LSÓ. Meðal efnis: Grethe Rostbøll: Forord; Svavar Gestsson: Tanker om en kunstner - Hugleiðingar um listamann; Birgitta Spur: Sigurjón Ólafsson - tradition og nyskabelse; Peter Eriksen: Han tog forskud på fremtiden; Susanne Jorn: viðtöl við Johan Galster, Robert Jacobsen og Pierre Lübecker.

Verð 800 krónur
Sigurjón Ólafsson
Andlitsmyndir júní 1990 - maí 1991

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Reykjavík 1990.
Á íslensku. 16 bls.
Sýningarskrá með samnefndri yfirlitssýningu á andlitsmyndum Sigurjóns

Meðal efnis: Birgitta Spur skrifar aðfaraorð og Aðalsteinn Ingólfsson fjallar um andlitsmyndir Sigurjóns Ólafssonar í stuttu máli. Einnig er skrá yfir andlitsmyndir Sigurjóns Ólafssonar.

Uppseld
Árbók LSÓ 1989 og 1990

Ritstjóri: Birgitta Spur
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Reykjavík 1990
Á íslensku og dönsku. Enskur útdráttur. 98 bls.
ISBN 9979-9064-1-3

Meðal efnis: Birgitta Spur: aðfaraorð og skýrsla; Bo Lagercrantz: Hugleiðing um hlutverk listamannasafna. Tankar kring konstärsmuseerna; Erlingur Jónsson: Þetta eru allt ljós og skuggar. Viðtal við Sigurjón Ólafsson frá árinu 1980; Birgitta Spur: Þetta var SAM-vinna, viðtal við Atla Heimi Sveinsson tónskáld og Thor Vilhjálmsson rithöfund um samvinnu þeirra við gerð sjónvarpsóperunnar Vikivaka; Auður Ólafsdóttir: Togstreita efnis og hugmyndar, Helgi Gíslason segir frá listaverki sínu í Fossvogskirkju.

Verð 800 krónur
Málmverk og aðföng

Ritstjóri: Birgitta Spur
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Reykjavík 1989
Á íslensku og ensku. 56 bls.

Sýningarskrá með samnefndri sýningu á járnskúlptúrum er Sigurjón Ólafsson gerði á árunum 1960 - 62 meðan hann dvaldist sjúkur á Reykjalundi. Þá voru einnig sýnd nýleg verk í eigu safnsins.

Meðal efnis: Birgitta Spur: Aðfaraorð; Aðalsteinn Ingólfsson: Virkjun rýmis og tilviljun efnis.

Verð 800 krónur
Árbók LSÓ 1987 og 1988

Ritstjóri: Birgitta Spur
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Reykjavík 1988
Á íslensku og dönsku. 84 bls.

Meðal efnis: Birgitta Spur: Aðfaraorð og skýrsla; Kveðjur frá vinum erlendis: Hemming Theisen og Ole Thomassen; Aðalsteinn Ingólfsson: Viðtal við Erling Jónsson myndhöggvara; Birgitta Spur: Lítil saga af steinum; Tora Raknes: Að tjá sig í myndum; Birgitta Spur: Yfirlitssýning á verkum Sigurjóns í tilefni opnunar safnsins á Laugarnesi

Verð 800 krónur
Árbók Listasafns Sigurjóns Ólafssonar 1986

Ritstjóri: Birgitta Spur
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Reykjavík 1986
Á íslensku, dönsku og ensku. 84 bls.
ISBN 87-88755-061

Meðal efnis: L. Alcopley: Sigurjón og verk hans; H. P. Jensen: Heimsókn til Sigurjóns; Susanne Lyngborg: Ljóð; Elise Heide-Jørgensen: Sigurjón í Kaupmannahöfn; Otto Gelsted: Rundt om en Fjord, København 1943; Peter Eriksen: Hann tók forskot á framtíðina; Hans Mølbjerg: Óðinn situr að tafli; Björn Th. Björnsson: Grein í sýningarskrá 1980; Þór Magnússon: Laugarnesið, um sögu byggðar í Laugarnesi.

Uppseld
Sigurjón Ólafsson myndhöggvari

Ritstjóri: Birgitta Spur
Styrktarsjóður Listasafns Sigurjóns Ólafssonar, Reykjavík 1985
Á íslensku, dönsku og ensku. 240 bls.

Meðal efnis: Greinar eftir Thor Vilhjálmsson og Kristján Eldjárn; Blaðaviðtal Kristínar Halldórsdóttur við Sigurjón Ólafsson frá árinu 1965; Æviágrip í myndum; Skrá yfir verk eftir Sigurjón Ólafsson í safni hans.

Uppseld