Listasafn Sigurjón Listasafn Sigurjón   Logo Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Þessar myndir af safnhúsinu og merkið má nota til að kynna safnið. Merki (logo) safnsins er teikning af lágmynd (LSÓ 250) sem Sigurjón gerði árið 1971. Merkið má ekki prenta svo smátt að það slitni í sundur, né með jpg-draug um sig. Hér er það á "gif" formi.

Tveimur árum eftir andlát Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara, þann 1. desember 1984, stofnaði Birgitta Spur ekkja listamannsins einkasafnið Listasafn Sigurjóns Ólafssonar utan um listaverk þau sem hann hafði skilið eftir sig. Hún réðst í það viðamikla verkefni að breyta vinnustofu hans og hluta af heimili í safnhús og var það opnað almenningi á áttræðisafmæli Sigurjóns 21. október 1988.

Þann 30. nóvember 1989 var einkasafninu breytt í samnefnda sjálfseignarstofnun. Þá gaf Birgitta sjálfseignarstofnuninni fjölda listaverka Sigurjóns, húsnæði allt að Laugarnesi ásamt öllu innbúi safnsins, ljósmyndum, rannsóknargögnum og öðru slíku. Hún var safnstjóri og formaður stjórnar og að baki stjórninni stóð tólf manna óháð fulltrúaráð. Safninu var gerð Skipulagsskrá sem Dóms- og Kirkjumálaráðuneytið samþykkti 30. nóvember 1989.

Eignir safnsins voru frumverk Sigurjóns Ólafssonar, vinnuskissur, teikningar, skráningargögn (bréf, ljósmyndir, blaðaúrklippur og greinar um Sigurjón og einnig eldri sýningarskrár) og fasteignir á Laugarnesi sem Birgitta Spur gaf sjálfseignarstofnuninni á sínum tíma, auk lagers sölumuna og annars sem safnið hafði eignast.

Safnið var rekið sem sjálfseignastofnun til 30. júní 2012 er það var gefið Íslenska ríkinu og rekið sem safn innan Lista­safns Ís­lands.

Frá 1. des­ember 2021 er safnið rekið af rekstrar­félag­inu Grímu ehf, undir for­ystu að­stand­enda Sigur­jóns.

Hér má nálgast Ágrip af sögu Listasafns Sigurjóns til 2012


Meðan safnið var sjálfseignarstofnun starfaði það samkvæmt opinberri skipulagsskrá. Tilgangi og markmiðum stofnunarinnar er þar lýst, og einnig því hvernig þeim skuli náð. Það er í megindráttum óbreytt:

Meginþættir í starfsemi LSÓ:
  1. að varðveita og halda við listaverkum Sigurjóns Ólafssonar og öðrum eigum safnsins.
  2. að kynna list Sigurjóns Ólafssonar hérlendis sem erlendis með sýningum, skólakynningum og útgáfustarfsemi.
  3. að rannsaka list Sigurjóns Ólafssonar og tengja hana liststraumum samtímans.
  4. að gefa út, og halda við heildarskrá listaverka Sigurjóns Ólafssonar (Catalogue raisonné).
  5. að tengja starfið í listasafninu öðrum listgreinum eftir því sem við verður komið.
  6. að stuðla að verndun náttúrulegu umhverfi safnsins og búsetulandslagi á Laugarnesi.

Útgáfa bóka og annars efnis:

Safnið hefur staðið fyrir útgáfu fræðandi efnis um Sigurjón og stöðu hans meðal sam­tíma­listamanna - um aðra listamenn, Laugarnes og annað efni sem ástæða hefur þótt til að birta.
    Ritverk þessi hafa birst í Árbókum safnsins, sérstökum sýningar­skrám og í tveimur viðamiklum ritum um Sigurjón, ævi hans og list. Margar ritgerðanna eru ritaðar af list­fræðingum og byggðar á undangengnum rannsóknum, aðrar eru minningarbrot samtímamanna.
    Þá hefur safnið staðið fyrir gerð kvikmyndar um and­lits­myndir Sigurjóns og gefið út á DVD disk ásamt öðru efni um Sigurjón.
Hér má nálgast lista yfir nálgast lista yfir útgefið efni safnsins.
Yfirlit yfir starfsemi safnsins:
Skýrsla yfir starfsemi LSÓ 2012−15
Ársskýrslur sjálfseignarstofnunarinnar
haust 1988 - 1990
1991 - 1992
1993 - maí 1994
maí 1994 - maí 1995
maí 1995 - maí 1996
maí 1996 - maí 1997
maí 1997 - maí 1998
maí 1998 - maí 1999
maí 1999 - maí 2000
maí 2000 - maí 2001
maí 2001 - maí 2002
maí 2002 - maí 2003
maí 2003 - maí 2004
maí 2004 - maí 2005
maí 2005 - maí 2006
maí 2006 - maí 2007
júní 2007 - júní 2008
júní 2008 - maí 2009
júní 2009 - júní 2010
júní 2010 - maí 2011
júní 2011 - júní 2012
Frá tónleika­síðu safns­ins má nálg­ast yfir­lit yfir tón­leika á veg­um þess frá upp­hafi, ásamt afriti af efnis­skrám þeirra.

Hér má nálgast grunnteikningu af neðri hæð safnsins (pdf)
Hér má nálgast grunnteikningu af efri hæð safnsins (pdf)
Hér má nálgast tæknilegar upplýsingar um safnið á ensku (pdf)

Listasafn Sigurjóns tekur þátt í Artist's Studio Museum Network sem eru netsamtök evrópskra listamannasafna.