Þorvaldur Skúlason listmálari (1906-1984) og Sigurjón Ólafsson (1908-1982) voru nánir vinir alla ævi; kynntust fyrst á unglingsárum sínum í Reykjavík og nutu tilsagnar Ásgríms Jónssonar. Síðan hittust þeir í Kaupmannahöfn, þar sem Sigurjón hafði verið við nám frá 1928, og gerði Sigurjón andlitsmynd sína af Þorvaldi árið 1933. Þótt leiðir þeirra skildu á stríðsárunum voru vináttuböndin sterk alla tíð svo og gagnkvæm virðing, enda tengdist list þeirra beggja framsæknu straumum módernismans. Þeir sýndu saman árlega á ýmsum samsýningum innanlands og utan og efndu meðal annars til sameiginlegrar sýningar í Bogasal Þjóðminjasafnsins árið 1978. |