Leiga á sal
 
  • Stóri salur safnsins er leigður út fyrir tónleika, verði því við komið vegna annarrar starfsemi í safninu.
  • Salurinn rúmar 90 manns í sæti, við venjulegar aðstæður (t.d. lítil kammersveit).
  • Góður 2.25 m Bösendorfer flygill er í salnum. Sé hann notaður greiðir leigjandi fyrir stillingu hans sem Sigurður Kristinsson annast. (2017: kr. 25.000).
  • Inni í salleigunni er ein 3 klst. æfing fyrir tónleikana á þeim tíma sem hentar leigutaka og starfsfólki safnsins, þó ekki eftir að flygill hefur verið stilltur, eigi það við.
  • Kaffistofan er ekki opin í tengslum við tónleikana.
  • Inni í leigunni eru ekki afnot af sal/kaffistofu fyrir veitingar tengdum tónleikunum.
  • Lámarksgjald fyrir tónleika á venjulegum tón­leika­tíma er 40.000 krónur. Listaverk verða ekki flutt í salnum nema með fyrirfram sam­þykki og af starfs­manni safnsins. Fyrir allt umstang er greitt sérstaklega.
  • Greiða þarf STEF gjöld fyrir alla tónleika, nema nemendatónleika, þar sem varin tónlist er flutt. Salnum ber að innheimta þau og senda samtökunum. Samkvæmt gjaldskrá STEF þarf að greiða milli fimm og sex þúsund krónur fyrir eina tónleika.
júlí 2017