Leiga á sal
 
  • Stóri salur safnsins er leigður út fyrir tónleika, verði því við komið vegna annarrar starf­semi í safn­inu.
  • Salurinn rúmar 85 manns í sæti við venjulegar að­stæð­ur (t.d. lítil kammer­sveit).
  • Góður 2.25 m Bösendorfer flygill er í salnum. Sé hann notaður greiðir leigj­andi fyrir still­ingu hans, sem Sig­urð­ur Kristins­son annast. (sumar 2023: kr. 25.000).
  • Inni í salleigunni er ein 3 klukku­stunda æfing fyrir tón­leik­ana á þeim tíma sem hentar leigu­taka og starfs­fólki safns­ins, þó ekki eftir að flygill hef­ur verið stillt­ur, eigi það við.
  • Kaffistofan er ekki opin í tengslum við tón­leik­ana.
  • Inni í leigunni eru ekki afnot af sal/kaffi­stofu fyrir veit­ing­ar tengdum tón­leik­un­um.
  • Lámarksgjald fyrir tónleika er 50.000 krón­ur. Lista­verk verða ekki flutt í saln­um nema með fyrir­fram sam­þykki og af starfs­manni safns­ins. Fyrir allt slíkt um­stang er greitt sér­stak­lega.
  • Greiða þarf STEF gjöld fyrir alla tónleika, nema nem­enda­tón­leika, þar sem varin tón­list er flutt. Salnum ber að inn­heimta þau og senda sam­tök­un­um. Sam­kvæmt gjald­skrá STEF þarf að greiða að lág­marki um 7.700 kr. (í nóv 2023) fyrir eina tónleika.
febrúar 2024