Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 29.10.2024



Ákall um friðlýsingu − undirskriftasöfnun!

Fullt hús var á Laugarnes­vöku í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar sunnu­dag­inn 3. nóv­emb­er, en þar boð­uðu „Laugarnes­vinir“ til samkomu til að styðja kröfu um frið­lýs­ingu Laug­arness­ins.

    Undir­skrifta­list­ar lágu frammi þar sem skorað er „á ráð­herra um­hverfis-, orku- og loftslags­mála að frið­lýsa Laugar­nes sem bú­setu- og menningar­lands­lag ... til að vernda sög­una, sem lesa má í mann­gerðu um­hverfi svæð­isins, og tengsl við liðna tíma.“

Hægt er að skrifa undir, eða fá lista til undir­skrift­ar, í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar.
Sam­hljóða undir­skrifta­söfn­un er á net­inu, á
island.is

    Dag­skráin hófst með því að Hlíf Sig­ur­jóns­dótt­ir bauð gesti vel­komna og Guja Sand­holt söngkona flutti tvö lög við píanó­undir­leik Matt­hildar önnu Gísla­dótt­ur og var það fram­lag og stuðn­ing­ur Óperu­daga í Reykja­vík við Laugar­nes­vök­una. Eftir stutta tölu Hlíf­ar um hvern­ig hug­mynd­ir vök­unn­ar urðu til rakti Þura Sigurðar­dótt­ir mynd­lista- og söng­kona sögu Laugar­ness­ins og mikil­vægi þess í sögu lands­ins. Stein­unn Jó­hannes­dótt­ir leik­kona fjall­aði um sið­ferði þeirra að­ferða sem not­að­ar voru til að hefja upp­fyll­ingu lands norð­an á Laugar­nes­inu og hvern­ig svip­uð­um að­ferð­um er beitt til að fá að byggja þar há­hýsi. Fjöldi fundar­gesta bauð sig fram til að sitja í stýri­hóp til að fylgja eftir áskor­un um frið­lýs­ingu.

    Yst á Laugar­nesi, þeim litla skika sem eftir er óbyggð­ur af hinu forna stór­býli að Laugar­nesi, er eina ó­spillta fjar­an á norður­strönd Reykja­víkur­borg­ar, þar eru svæði með fjöl­breytt­an nátt­úru­leg­an gróð­ur, þar er grið­land fugla og þar eru mikl­ar menj­ar um bú­setu allt frá land­námi. Reynt hefur ver­ið að seil­ast inn á þenn­an reit til að byggja á hon­um, eða leggja yfir hann vegi, en vel­unn­ur­um hef­ur hing­að til tek­ist að af­stýra því. Nú er ver­ið að þrengja að Laugar­nesi úr norðri með land­fyll­ing­um og áætl­un­um um að byggja þar há­hýsi.
Fram til 1. desember er Listasafn Sigurjóns Ólafssonar er opið á laugar­dög­um og sunnu­dög­um 13 − 17.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar • Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906 • LSO(at)LSO.is