Kennsluefni:

5.9 Mb pdf skjal   Farvegur myndlistar til framtíðar
Farvegur myndlistar til framtíðar er safnfræðsluverkefni sem byggir á rafrænum aðgangi að listaverkaskrá Sigurjóns Ólafssonar. Það saman­stendur annars vegar af upplýsingapakka fyrir kennara og hins vegar 25 verkefnum fyrir nemendur, og tengist sérhvert verkefni einu listaverka Sigurjóns.
    Verkefnunum er skipt niður í þrjú stig eftir aldri og þroska nemenda. Verkefnið er PDF-skjal til vinnslu á skjá eða til útprentunar, í heild sinni eða að hluta til, eftir því sem hentar.
AlmaDís Kristjánsdóttir og Birgitta Spur eru höfundar verkefnanna.

Verkefni fyrir framhaldsskóla

Verkefni fyrir grunnskóla
  Meistarar formsins − Úr höggmynda­sögu 20. aldar
    Kennsluefni með samnefndri sýningu í Listasafni Sigurjóns og listasafninu á Akureyri 2003. Þar mátti mátti sjá perlur eftir helstu módernista í evrópskri höggmyndasögu, sem fengnar voru að láni úr þýska ríkislistasafninu í Berlín ásamt verkum eftir brautryðjendur íslenskrar höggmyndalistar, þeim Einari Jónssyni, Ásmundi Sveinssyni, Sigurjóni Ólafssyni og Gerði Helgadóttur.