| ||
Kennsluefni: | ||
| ||
5.9 Mb pdf skjal | Farvegur myndlistar til framtíðar Farvegur myndlistar til framtíðar er safnfræðsluverkefni sem byggir á rafrænum aðgangi að listaverkaskrá Sigurjóns Ólafssonar. Það samanstendur annars vegar af upplýsingapakka fyrir kennara og hins vegar 25 verkefnum fyrir nemendur, og tengist sérhvert verkefni einu listaverka Sigurjóns. Verkefnunum er skipt niður í þrjú stig eftir aldri og þroska nemenda. Verkefnið er PDF-skjal til vinnslu á skjá eða til útprentunar, í heild sinni eða að hluta til, eftir því sem hentar. AlmaDís Kristinsdóttir og Birgitta Spur eru höfundar verkefnanna. | |
Verkefni fyrir framhaldsskóla Verkefni fyrir grunnskóla |
Meistarar formsins − Úr höggmyndasögu 20. aldar Kennsluefni með samnefndri sýningu í Listasafni Sigurjóns og listasafninu á Akureyri árið 2003. Þar mátti sjá perlur eftir helstu módernista í evrópskri höggmyndasögu, sem fengnar voru að láni úr þýska ríkislistasafninu í Berlín ásamt verkum eftir brautryðjendur íslenskrar höggmyndalistar, þeim Einari Jónssyni, Ásmundi Sveinssyni, Sigurjóni Ólafssyni og Gerði Helgadóttur. | |
|