Kennsluefni:

5.9 Mb pdf skjal   Farvegur myndlistar til framtíðar
Farvegur mynd­listar til fram­tíð­ar er safn­fræðslu­verk­efni sem bygg­ir á raf­ræn­um að­gangi að lista­verka­skrá Sigur­jóns Ólafs­son­ar. Það saman­stendur ann­ars veg­ar af upp­lýs­inga­pakka fyrir kenn­ara og hins vegar 25 verk­efn­um fyrir nem­end­ur, og teng­ist sér­hvert verk­efni einu lista­verka Sigur­jóns.
    Verk­efn­un­um er skipt niður í þrjú stig eftir aldri og þroska nem­enda. Verk­efn­ið er PDF-skjal til vinnslu á skjá eða til út­prent­un­ar, í heild sinni eða að hluta til, eftir því sem hentar.
AlmaDís Kristinsdóttir og Birgitta Spur eru höf­und­ar verk­efn­anna.

Verkefni fyrir framhaldsskóla

Verkefni fyrir grunnskóla
  Meistarar formsins − Úr höggmynda­sögu 20. aldar
Kennsluefni með sam­nefndri sýn­ingu í Lista­safni Sigur­jóns og lista­safn­inu á Akur­eyri árið 2003. Þar mátti sjá perlur eftir helstu mód­ern­ista í evr­ópskri högg­mynda­sögu, sem fengn­ar voru að láni úr þýska ríkis­lista­safn­inu í Berlín ásamt verk­um eftir braut­ryðj­end­ur ís­lenskr­ar högg­mynda­list­ar, þeim Ein­ari Jóns­syni, Ás­mundi Sveins­syni, Sigur­jóni Ólafs­syni og Gerði Helga­dóttur.