Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 28.10.2024
English below.



Andrea Fanney klæðskerameistari og textílhönnuður
í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar

Prjónavetur í Lista­safni Sigur­jóns í Laugar­nesi er röð stuttra sýn­inga og við­burða vet­ur­inn 2024−25, þar sem ljósi er varpað á prjóna­hönn­un og stöðu ís­lensks prjóna­iðn­að­ar.

Prjónaveturinn hefst með
 För, sýningu Andreu Fanneyjar, sem opnar föstu­dag­inn 15. nóv­emb­er klukk­an 17 og stendur ­tvær næstu helg­ar, 16.-17. og 23.-24. nóvember á safn­tíma. Þar verða sýnd­ar prjóna­flík­ur sem Andrea Fanney hefur hann­að og fram­leitt á Ís­landi síð­ustu ár.
 
    Verk Andreu eru sett upp með­al skúlp­túra Sigur­jóns Ólafs­son­ar grafít­verka sýn­ing­ar­inn­ar Laugar­nes­hug­hrif eftir kana­díska lista­mann­inn Carl Phil­ippe Gion­et. Báð­ar þess­ar sýn­ing­ar tengj­ast nátt­úru Laugar­ness­ins, verk Andreu eru inn­blás­in af fugla­lífi borg­ar­inn­ar og Carl hef­ur leit­að eftir að endur­skapa mynst­ur sem hann sér í klöpp­um og klett­um fjör­unn­ar.
    Sýn­ing­in För teng­ist áleitn­um spurn­ing­um um ábyrgð okk­ar á mikil­væg­um bú­svæð­um fugla­teg­unda sem deila höfuð­borg­inni með okk­ur. Fá nátt­úru­leg kjör­lendi fugla eru eftir í borgar­land­inu en Laugar­nes­tangi er eitt þeirra. Andrea Fanney hefur, ásamt hverfa­samtök­um Laugar­ness, unn­ið að frið­lýs­ingu svæð­is­ins og auk­inni með­vit­und al­menn­ings um mikil­vægi þess fyrir fjöl­breytni líf­rík­isins.
Andrea Fanney er klæð­skera­meist­ari og textíl­hönn­uð­ur. Hún hefur hann­að og fram­leitt prjóna­vör­ur á Ís­landi síð­an 2007. Andrea bjó um tíma í Bret­landi, þar sem hún lærði og starf­aði hjá fata­hönn­uð­in­um Alex­and­er McQueen í Lond­on og nam síðar textíl­hönn­un við Glas­gow School of Art. Í kjöl­farið tók hún við stöðu deildar­stjóra við Textíl­deild Mynd­lista­skól­ans í Reykja­vík. Síð­ustu ár hefur hún ver­ið sjálf­stætt starf­andi hönn­uð­ur og stunda­kenn­ari í Mynd­lista­skóla Reykja­vík­ur og Lista­háskóla Ís­lands.
Prjónavetur (Knitt­ing wint­er) at the Sigur­jón Ólafs­son Mus­eum in Laugar­nes is a ser­ies of short ex­hi­bit­ions and ev­ents in the wint­er of 2024−2025, high­light­ing knit­ting de­sign and the pos­it­ion of the Ice­landic knit­ting in­dus­try.
    Knitting winter beg­ins with FÖR, Andrea Fanney’s ex­hi­bit­ion, which op­ens on Fri­day 15th of Nov­emb­er at 5 PM, and runs for the next two week­ends, 16th − 17th and 23rd − 24th of November dur­ing museum hours.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar er opið í vetur á laugar­dög­um og sunnu­dög­um 13 − 17. Þó er lok­að í de­semb­er og janú­ar.
Sigurjóns Ólafsson Museum is open Sat and Sun 1-5pm. Closed in December and January
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar • Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906 • LSO(at)LSO.is