Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar 28.10.2024
English below.
Andrea Fanney klæðskerameistari og textílhönnuður
í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Prjónavetur í Listasafni Sigurjóns í Laugarnesi er
röð stuttra sýninga og viðburða veturinn 2024−25,
þar sem ljósi er varpað á prjónahönnun og
stöðu íslensks prjónaiðnaðar.
Prjónaveturinn hefst með För,
sýningu Andreu Fanneyjar, sem opnar föstudaginn
15. nóvember klukkan 17 og stendur tvær næstu
helgar, 16.-17. og 23.-24. nóvember á safntíma. Þar
verða sýndar prjónaflíkur sem Andrea Fanney hefur
hannað og framleitt á Íslandi síðustu
ár.
Verk Andreu eru sett upp meðal skúlptúra Sigurjóns
Ólafssonar grafítverka
sýningarinnar Laugarneshughrif
eftir kanadíska listamanninn Carl Philippe Gionet.
Báðar þessar sýningar tengjast
náttúru Laugarnessins, verk Andreu eru innblásin
af fuglalífi borgarinnar og Carl hefur leitað eftir
að endurskapa mynstur sem hann sér í klöppum og
klettum fjörunnar.
|
Sýningin För tengist áleitnum spurningum
um ábyrgð okkar á mikilvægum
búsvæðum fuglategunda sem deila
höfuðborginni með okkur. Fá náttúruleg
kjörlendi fugla eru eftir í borgarlandinu en Laugarnestangi
er eitt þeirra. Andrea Fanney hefur, ásamt hverfasamtökum
Laugarness, unnið að friðlýsingu
svæðisins og aukinni meðvitund almennings
um mikilvægi þess fyrir fjölbreytni
lífríkisins.
|
Andrea Fanney er klæðskerameistari og
textílhönnuður. Hún hefur hannað og
framleitt prjónavörur á Íslandi síðan
2007. Andrea bjó um tíma í Bretlandi, þar sem hún
lærði og starfaði hjá fatahönnuðinum
Alexander McQueen í London og nam síðar
textílhönnun við Glasgow School of Art. Í kjölfarið
tók hún við stöðu deildarstjóra við Textíldeild
Myndlistaskólans í Reykjavík. Síðustu ár
hefur hún verið sjálfstætt starfandi hönnuður
og stundakennari í Myndlistaskóla Reykjavíkur og
Listaháskóla Íslands.
|
Prjónavetur (Knitting winter) at the Sigurjón Ólafsson
Museum in Laugarnes is a series of short exhibitions and events in the
winter of 2024−2025, highlighting knitting design and the position of
the Icelandic knitting industry.
Knitting winter begins with FÖR,
Andrea Fanney’s exhibition, which opens
on Friday 15th of November at 5 PM, and runs for the next two weekends,
16th − 17th and 23rd − 24th of November during museum hours.
|
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar er opið í vetur á
laugardögum og sunnudögum
13 − 17. Þó er lokað í desember og janúar.
Sigurjóns Ólafsson Museum is open Sat and Sun 1-5pm. Closed in December and January
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
• Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906 •
LSO(at)LSO.is |
|